fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

NASA segir ólíklegt að geimfarar lendi á tunglinu fyrir árslok 2024

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 18:00

Buzz Aldrin og bandaríski fáninn á tunglinu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir ólíklegt að það takist að koma geimförum til tunglsins fyrir árslok 2024. Ástæðurnar eru mikill kostnaður og tæknileg vandamál sem þarf að leysa í tengslum við Artemis geimferðaáætlunina.

Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar frá 12. nóvember sem ber heitið „2020 Report on Nasa‘s Top Management and Performance Challenges“.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að NASA hafi unnið hörðum höndum að því að senda menn til tunglsins fyrir árið 2028 en í mars á síðasta ári hafi Hvíta húsið fyrirskipað að þessu yrði hraðað. NASA brást við þessu með því að þróa Artemis-áætlunina sem miðar að því að senda konu og karl til tunglsins fyrir árslok 2024.

Í skýrslunni er bent á að þetta muni kosta gríðarlega fjármuni og mikið muni mæða á ýmissi tækni, til dæmis risastórri eldflaug sem á að koma Orion geimfarinu út úr gufuhvolfi jarðar. Einnig er bent á að NASA fái aðeins tæplega helming þess fjármagns sem stofnunin fór fram á í tengslum við tunglverkefnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur