fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Leynileg úrvalssveit talin hafa staðið á bak við dráp á hryðjuverkaleiðtoga

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 18:30

Abu Muhammad al-Masri. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstök úrvalssveit ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad er grunuð um að hafa staðið á bak við drápið á Abu Mohammed al-Masri, næstæðsta manni al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, í Teheran í Íran þann 7. ágúst síðastliðinn.

Talið er að liðsmenn sveitarinnar hafi farið til Teheran gagngert til að ráða al-Masri af dögum. Þetta hefur ekki verið áhættulaus ferð því Íran og Ísrael elda grátt silfur og eru erkifjendur. Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir írönsk stjórnvöld að liðsmenn Mossad hafi getað komist alla leið til höfuðborgarinnar, myrt þar hryðjuverkamann sem var undir verndarvæng stjórnvalda, og komist á brott.

Það var snemma kvölds þann 7. ágúst sem al-Masri og dóttir hans óku í gegnum millistéttarhverfið Pasdaran í Teheran. Skyndilega birtust útsendarar Mossad og skutu þau til bana með fimm skotum úr skammbyssum með hljóðdeyfum. Útsendararnir hurfu síðan á brott á mótorhjóli, jafn skyndilega og þeir birtust.

Samkvæmt fréttum New York Times og CNN, sem hafa heimildir frá bandarískum leyniþjónustumönnum, þá hafði CIA komist á snoðir um dvalarstað al-Masri og beðið Mossad að drepa hann.

Al-Masri hafði árum saman verið eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir aðild hans að sprengjutilræðum við bandarísku sendiráðin í Tansaníu og Kenía 1998. 224 létust í þessum árásum. 10 milljónum dollara hafði verið heitið í verðlaun fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að hann fyndist.

Al-Masri starfaði innan raða al-Kaída og hafði verið útnefndur arftaki Ayman al-Zawahiri núverandi leiðtoga samtakanna.

Yfirvöld reyna að leyna sannleikanum

Í fyrstu sögðu írönsk stjórnvöld að það hefði verið líbanskur sagnfræðiprófessor sem var skotinn til bana. En margir fjölmiðlar hafa bent á að umræddur prófessor sé ekki til og hafi aldrei verið til. Um miðjan nóvember sendi íranska utanríkisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem sagði að öðru hvoru reyni yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum að tengja Íran við hryðjuverkahópa á borð við al-Kaída með lygum og fölskum upplýsingum. Þetta sé gert til að leyna þeirra eigin ábyrgð á starfsemi hryðjuverkasamtaka í heimshlutanum.

En hvað sem afneitunum íranskra yfirvalda líður þá dvaldi al-Masri í Íran frá 2003. Í fyrstu var hann í stofufangelsi ásamt fleiri leiðtogum al-Kaída en frá 2015 var hann frjáls ferða sinna. Hann bjó í norðurhluta Teheran. Það var einmitt þar sem CIA staðsetti hann og bað Mossad um að grípa til aðgerða, meðal annars vegna þess að al-Masri væri að skipuleggja árásir á bandarísk skotmörk og gyðinga.

Mossad brást við þessari beiðni CIA og var úrvalssveitin Kidon sett í verkefnið. Kidon er þekkt sem „það besta af því besta“. Sveitin jafnast á við úrvalssveitir ýmissa herja, sveitir sem oft eru sendar langt að baki víglínunnar í upphafi átaka.

Eins og gefur að skilja er allt er viðkemur Kidon umvafið leyndarhjúp en talið er að sveitin hafi stofnuð á sjöunda áratugnum. Henni er skipt upp í litla hópa með fjórum liðsmönnum í hverjum. Stundum eyða liðsmenn hennar mánuðum í óvinalandi við að njósna um ákveðin skotmörk, einstaklinga. Liðsmenn sveitarinnar eru sérhæfðir í morðum á óvinum Ísraels. Talið er líklegt að sveitin sem drap al-Masri hafi fylgst með honum í langan tíma áður en látið var til skara skríða. En ekki er vitað hvort það var tilviljun ein eða vel skipulagt að látið var til skara skríða 7. ágúst en þá voru nákvæmlega 22 ár liðin frá sprengjuárásunum á sendiráðin í Kenía og Tansaníu.

Drápið á al-Masri og dóttur hans, Maryam Abdullah, líkist mjög nokkrum morðum sem hafa verið framin í Íran á undanförnum árum. Grunur leikur á úrvalssveitir Mossad hafi einnig staðið á bak við þau. Meðal fórnarlambanna voru íranskir kjarnorkusérfræðingar sem unnu við kjarnorkuáætlun landsins. Þeir voru skotnir til bana á götu úti og morðingjarnir flúðu á mótorhjólum.

Maryam Abdullah var gift Hamza bin Laden, syni Osama bin Laden, sem var drepinn af Bandaríkjamönnum á síðasta ári. Hún er talin hafa gegnt stóru hlutverki innan al-Kaída, þar á meðal við skipulagningu hryðjuverka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð