fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hún fékk draumastarfið – Nú er hún grunuð um að hafa myrt átta kornabörn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. nóvember 2020 22:00

Countess of Chester sjúkrahúsið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Bretar hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar skýrt var frá því fyrir skömmu að þrítug kona, hjúkrunarfræðingur, hefði verið handtekin, grunuð um að hafa myrt átta kornabörn á fyrirburadeild sjúkrahússins í Chester. Hjúkrunarfræðingurinn þótti góður starfsmaður og hafði meðal annars margoft verið notuð sem andlit sjúkrahússins í auglýsingaherferðum þess.

Auk þess að vera grunuð um að hafa myrt átta kornabörn er hún grunuð um að hafa reynt að myrða tíu til viðbótar. Þetta átti sér stað frá því í júní 2015 fram í júní 2016.

Þegar stjórnendur sjúkrahússins áttuðu sig á að dánartíðnin á fyrirburadeildinni var óvenjulega há var innanhússrannsókn sett af stað. Börnin höfðu látist vegna lungna- eða hjartavandamála og voru auk þess með óútskýrða marbletti á handleggjum og fótum. Ekki tókst að slá því föstu með fullri vissu hvað hafði orðið börnunum að bana. Af þessum sökum var lögreglunni tilkynnt um málið 2017 og flókin morðrannsókn hófst.

Ári síðar handtók lögreglan hjúkrunarfræðinginn, sem er nú þrítug, og yfirheyrði hana vegna málsins. Hún var handtekin aftur á síðasta ári og yfirheyrð. Í bæði skiptin var húsleit gerð heima hjá henni og í bæði skiptin var hún látin laus að yfirheyrslum loknum.

Á þriðjudag í síðustu viku var hún síðan handtekin í þriðja sinn. Nú er ákæruvaldið svo visst í sinni sök að konan hefur verið ákærð fyrir morðin á börnunum. Hún hafði starfað á deildinni síðan 2008. Fyrstu þrjú árin sem nemi en frá 2011 sem menntaður hjúkrunarfræðingur. Fjallað var um hana í staðarblaðinu Chester and District Standard 2011 þar sem hún var sögð fyrirmyndarhjúkrunarfræðingur. Hún sagði þar frá hversu annt henni væri um starf sitt sem fólst í að annast fyrirbura sem þurfa á mikilli umönnun að halda. „Sum eru hér í nokkra daga, önnur í marga mánuði. Ég nýt þess að fylgjast með framförum þeirra og styðja fjölskyldur þeirra,“ sagði hún þá. Vinnufélagar hennar hafa lýst henni sem samviskusamri og mjög faglegum hjúkrunarfræðingi sem hafi fundið draumastarfið sitt á sjúkrahúsinu. Hún er einnig sögð vera klaufaleg og svolítill nörd en mjög góðhjörtuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn