Jótlandspósturinn skýrir frá þessu og vísar í nýjar tölur frá danska seðlabankanum. Þetta þýðir að hver einasti Dani, allt frá nýburum til þeirra elstu, á tæplega 175.000 krónur að meðaltali á bankabók. En auðvitað er það ekki svo að hver og einn eigi 175.000 krónur því dreifingin er ójöfn. „Tölur frá því í byrjun árs sýna að 21% innlána eru í eigu 1% viðskiptavina bankanna,“ er haft eftir Tore Stramer frá Dansk Erhverv.
Það hefur ekki haft markverð áhrif á vilja fólks til að spara að margir bankar hafa tekið upp neikvæða vexti á innlánum yfir ákveðinni upphæð.
Fyrir þá sem vilja reikna þessar upphæðir yfir í íslenskar krónur þá má geta þess að ein dönsk króna kosta nú tæplega 22 íslenskar krónur.