Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Fitzgerald hafi sagt að hann hafi viljað að Huckle myndi finna fyrir því sama og fórnarlömb hans. Saksóknari sagði að morðinu hefði verið ætlað að „niðurlægja og gera lítið“ úr Huckle. Hann var kyrktur með rafleiðslu í klefa sínum og penna var stungið inn í heila hans.
Huckle komst í tæri við börn í fátækum hverfum í Malasíu í krafti menntunar sinnar sem enskukennari. Þar nauðgaði hann börnum, allt niður í kornabörn.
Fyrir dómi sagði saksóknari að Fitzgerald hafi sagt að morðið á Huckle hafi verið „fullkomið réttlæti“ því hann hafi verið einn skelfilegasti barnaníðingur Bretlands. Saksóknarinn hafði eftir Fitzgerald að Huckle hafi verið maður sem nauðgað og misnotaði börn sér til skemmtunar og að hann gruni að Huckle hafi gert meira en að nauðga fórnarlömbum sínum.