fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dönsk kona dæmd í fangelsi fyrir að skilja barn eftir í Úganda

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn síðan danska þingið samþykkt lög, sem snúast um svokallaðar „enduruppeldisferðir“ hefur verið dæmt fyrir brot á þeim. 42 ára kona var dæmd í eins árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa skilið 15 ára stúlku eftir í Úganda auk þess að hafa beitt hana grófu ofbeldi og fyrir að hafa beitt þrjú börn sín ofbeldi.

Konan var forráðamaður stúlkunnar þegar hún skildi hana eftir hjá fjölskyldu í Úganda í september á síðasta ári. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Stúlkan er danskur ríkisborgari, uppalin í Danmörku, og stundaði nám í dönskum grunnskóla á þessum tíma.

Lögin um „enduruppeldisferðir“ snúast um það þegar farið er með börn til útlanda, oft upprunalands foreldra þeirra, til að hægt sé að „bæta“ úr uppeldi þeirra. Stundum þykja þau vera orðin of dönsk í háttum og á þá að reyna að snúa þeim til annarra hátta sem eru foreldrum og/eða forráðamönnum þóknanlegir.

Konan tók vegabréf og farsíma stúlkunnar af henni og skildi hana eftir klæða- og peningalausa hjá fjölskyldunni. Fjölskyldan hafði ekki burði til að sjá fyrir stúlkunni eða greiða fyrir skólagöngu hennar og auk þess áttu þau erfitt með að tala við hana.

Þegar konan kom ein aftur til Danmerkur, níu dögum eftir að hún yfirgaf landið, áttuðu dönsk yfirvöld sig á að hún hafði skilið stúlkuna eftir eina í Úganda. Utanríkisráðuneytinu, sveitarfélaginu, þar sem stúlkan bjó, og lögreglunni í Kaupmannahöfn tókst í samvinnu við fjölskylduna í Úganda að koma stúlkunni aftur heim til Danmerkur eftir mánaðardvöl í Úganda.

Rannsókn málsins leiddi síðan í ljós að konan hafði árum saman beitt stúlkuna ofbeldi, hún hafði meðal annars lamið hana með rafleiðslum. Hún var sakfelld fyrir þetta sem og ofbeldi gegn sínum eigin börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga