Ísrelsmenn eru á móti því að samningurinn verði endurvakinn og Trump og stjórn hans reyna nú að þoka málum í aðra átt áður en Biden tekur við völdum. En nú þegar má merkja að nýir vindar blása í Miðausturlöndum þótt Biden sé ekki enn tekinn við völdum.
Íranska utanríkisráðuneytið segir að Íranir hafi ekki í hyggju að afsaka eða gleyma „afbrotum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni.“ En ráðuneytið segir einnig að þetta komi ekki í veg fyrir ákveðin samskipti á milli landanna. Þetta er túlkað sem vilji til að halda öllum möguleikum opnum.
En sérfræðingar segja að það sé ekki sjálfgefið að hægt sé að endurvekja kjarnorkusamninginn. Í stuttu máli snýst hann um að Íran sleppur við efnahagslegar refsiaðgerðir gegn því að takmarka auðgun úrans og að eftirlitsmenn fái aðgang að kjarnorkustöðvum í landinu.
Trump dró Bandaríkin út úr samningnum 2018 og á síðasta ári drógu Íranir sig út úr honum.
Biden, sem var varaforseti þegar samningurinn var gerður 2015, hefur í hyggju að taka upp viðræður við Íran. Hann hefur einnig lýst sig reiðubúinn til að endurvekja samninginn ef Íranir virða ákvæði hans.