fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir – Gætu verið í gildi fram í janúar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 05:27

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með næstu viku verða sóttvarnareglur hertar enn frekar í Þýskalandi. Þá mega aðeins 5 manns koma saman í einu á heimilum og annars staðar. Aðeins verður slakað á þessum takmörkunum um jól og áramót en þá mega tíu manns koma saman.

Angela Merkel, kanslari, sagði í gærkvöldi að þessar nýju reglur gildi til 20. desember og mjög líklega verði þær framlengdar fram í janúar. Þetta sagði hún eftir fund með leiðtogum allra sextán sambandsríkjanna. „Smithlutfallið er allt of hátt,“ sagði Merkel á fréttamannafundi.

Hún kynnti einnig tilslakanir á reglunum um jól og áramót þannig að fólk geti fagnað hátíðinni með aðeins fleira fólki. Hún lagði áherslu á að þetta gildi aðeins í jólafríinu.

Frá og með 1. desember mega ekki fleiri en fimm koma saman á heimilum og annars staðar, á þessu eru þó ákveðnar undantekningar, til dæmis hvað varðar vinnustaði. Þetta eru enn þrengri takmarkanir en voru settar í byrjun nóvember. Þá var svokallað „lockdown light“ tekið upp til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar en smitum hafði þá fjölgað mikið í Þýskalandi. Þetta þýðir að barir og veitingastaðir eru lokaðir en verslanir og skólar eru opnir.

Í gær var tilkynnt að 18.633 ný smit hefðu greinst síðasta sólarhringinn. Það eru rúmlega 5.000 færri smit en á föstudaginn, sem var metdagur hvað varðar fjölda smita. 410 létust af völdum COVID-19 á síðasta sólarhring. Alls hafa rúmlega 14.700 manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“