fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Ritzau-fréttastofan í heljargreipum tölvuþrjóta sem krefjast lausnargjalds

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 11:11

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudagsmorguninn náðu tölvuþrjótar stjórn á tölvukerfum dönsku Ritzau-fréttastofunnar. Þeir læstu hluta þeirra algjörlega og kröfðust lausnargjalds fyrir þau gögn sem þeir höfðu læst og dulkóðað.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. „Við erum sannfærð um að þeir geri þetta vegna peninga. Í skilaboðum, sem við fengum, er ekkert sem bendir til að ástæðan sé önnur en peningar,“ sagði Lars Vesterløkke, framkvæmdastjóri Ritzau, í samtali við Jótlandspóstinn.

Fréttastofan hefur neitað að greiða lausnargjaldið. Ekki hefur verið skýrt frá hversu mikið þrjótarnir kröfðu fréttastofuna um. Ritzau reiknar með að vera komin með nokkuð eðlilega starfsemi á nýjan leik í dag. Tölvuþrjótunum tókst ekki að læsa öllum gögnum og kerfum hennar og brugðust starfsmenn snarlega við þegar þeir urðu varir við aðgerðir tölvuþrjótanna og náðu að takmarka það magn gagna sem þrjótarnir náðu yfirráðum yfir.

Jótlandspósturinn hefur eftir Jens Monrad, sérfræðingi hjá bandaríska tölvuöryggisfyrirtækinu Fireey, að líklega séu það atvinnumenn á þessu sviði sem standa á bak við árásina á Ritzau. Þetta sé vel skipulagt og útfært og greinilega fagmenn sem standa að baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“