fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 18:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur lögreglunni í Los Angeles verið tilkynnt um 300 morð. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem morðin ná 300 á einu ári. „Tala sem við höfum ekki séð í rúman áratug – 300 morð á einu ári,“ sagði í færslu lögreglunnar á Twitter.

CNN segir að á síðasta ári hafi 257 morð verið framin í borginni. Aukningin á þessu ári er rakin til heimsfaraldurs kórónuveirunnar og félagslegra og efnahagslegra áhrifa hans.

Morð númer 300 var framið um helgina þegar 17 ára piltur, sem var á mótorhjóli, var skotinn nærri heimili sínu. Morðum og skotárásum hefur einnig fjölgað í mörgum öðrum borgum landsins undanfarna mánuði. Í Louisville í Kentucky voru morðin orðin 121 í september og hafa aldrei verið fleiri. Talsmaður lögreglunnar sagði CNN þá að málafjöldinn væri svo mikill að lögreglan réði ekki við hann. Til dæmis hefðu aðeins verið handtökur í tengslum við 37 af þessum morðum.

Tölur frá lögreglunni í New York sýna einnig mikla aukningu skotárása eða 100% aukningu frá síðasta ári. Á þessu ári hafa verið 1.667 skotárásir, þar sem fólk hefur særst eða látist, samanborið við 828 á síðasta ári. Morðum hefur einnig fjölgað á milli ára í borginni og eru nú 45% fleiri en á síðasta ári eða 405 á móti 295 á því síðasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina