fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Morðalda í Los Angeles – Hafa ekki verið fleiri í áratug

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 18:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hefur lögreglunni í Los Angeles verið tilkynnt um 300 morð. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem morðin ná 300 á einu ári. „Tala sem við höfum ekki séð í rúman áratug – 300 morð á einu ári,“ sagði í færslu lögreglunnar á Twitter.

CNN segir að á síðasta ári hafi 257 morð verið framin í borginni. Aukningin á þessu ári er rakin til heimsfaraldurs kórónuveirunnar og félagslegra og efnahagslegra áhrifa hans.

Morð númer 300 var framið um helgina þegar 17 ára piltur, sem var á mótorhjóli, var skotinn nærri heimili sínu. Morðum og skotárásum hefur einnig fjölgað í mörgum öðrum borgum landsins undanfarna mánuði. Í Louisville í Kentucky voru morðin orðin 121 í september og hafa aldrei verið fleiri. Talsmaður lögreglunnar sagði CNN þá að málafjöldinn væri svo mikill að lögreglan réði ekki við hann. Til dæmis hefðu aðeins verið handtökur í tengslum við 37 af þessum morðum.

Tölur frá lögreglunni í New York sýna einnig mikla aukningu skotárása eða 100% aukningu frá síðasta ári. Á þessu ári hafa verið 1.667 skotárásir, þar sem fólk hefur særst eða látist, samanborið við 828 á síðasta ári. Morðum hefur einnig fjölgað á milli ára í borginni og eru nú 45% fleiri en á síðasta ári eða 405 á móti 295 á því síðasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur