fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Elon Musk er nú jafn ríkur og Bill Gates

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 21:30

Elon Musk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk heldur áfram að klífa upp listann yfir ríkasta fólk og er nú næst ríkasti maður heims ásamt Bill Gates. Þeir félagar verða því að deila sætinu sín á milli um sinn. Auður Musk er nú metinn á 128 milljarða dollara samkvæmt úttekt Bloomberg Billionaires index sem fylgist með og skráir auð 500 ríkustu jarðarbúanna.

Musk var meira að segja aðeins ríkari en Gates í smá stund á mánudaginn þegar hlutabréfaverð í Tesla, sem hann stofnaði og stýrir, náði nýjum hæðum en það lækkaði síðan aðeins aftur og eru þeir því taldir jafn ríkir. Musk á um 20% hlut í Tesla.

Verð hlutabréfa í Tesla hefur hækkað um rúmlega 520% á árinu en sú hækkun hefur bætt um 100 milljörðum dollara við auð Musk.

Líklegt má telja að Gates væri enn auðugri ef hann væri ekki svo iðinn við að sinna mannúðarmálum. Hann og eiginkona hans, Melinda Gates, hafa heitið að gefa stærstan hluta auðæfa sinna til góðgerðarmála.

Jeff Bezos, stofnandi Amazon netverslunarinnar, er auðugasti maður heims í dag en eignir hans eru metnar á 182 milljarða dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum