Hann ræddi þetta í viðtali við Oprah Winfrey í síðustu viku þar sem hann ræddi um forsetatíð sína frá 2008 til 2016.
„Þetta var sorglegasti dagurinn á forsetatíð minni,“ sagði Obama og átti þar við atburðina í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut þann 14. desember 2012. Þá skaut hinn tvítugi Adam Lanza 26 til bana í skólanum. Þar af voru 20 sex og sjö ára gömul börn.
Obama sagði að það hafi ekki aðeins verið skotárásin sem vakti sorg hjá honum. Viðbrögð þingsins hafi einnig gert það.
„Ég fylltist hryllingi og var brugðið yfir að það snerist eingöngu um pólitík þegar foreldrar, sem höfðu misst börnin sín, báðu um sanngjarnar breytingar á vopnalöggjöfinni,“ sagði Obama í viðtalinu.