fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þetta hefur ekki gerst í 132 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 05:30

Lisa Montgomery verður tekin af lífi fljótlega. Mynd: EPA/WYANDOTTE COUNTY SHERIFF'S DEPAR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ríkisstjórn Trump hefði fylgt þeim venjum sem fylgt hefur verið í landinu, þá væri þetta ekki vandamál. Aftökurnar myndu ekki eiga sér stað,“ þetta sagði Robert Dunham, forstjóri Death Penalty Information Centre, í samtali við The New York Times um fyrirhugaðar aftökur á næstu vikum.

Dunham er ósáttur við að Trump, sem er svokallaður „lame duck“ forseti sem þýðir að hann er sitjandi forseti sem getur ekki aðhafst mikið og bíður þess að láta af völdum, hafi ákveðið að láta taka tvo alríkisfanga af lífi á næstunni í viðbót við þann þriðja sem var tekinn af lífi þann 19. nóvember.

Þá var Orlando Hall tekinn af lífi í Indiana en hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir að hafa numið ungling frá Texas á brott 1994, að hafa nauðgað honum og myrt. 8. desember á að taka Lisa Montgomery af lífi og tveimur dögum síðar er röðin komin að  Brandon Bernard.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1889 að aftökur eiga sér stað í desember á kosningaári. Þá var Grover Cleveland forseti. Hann fyrirskipaði þá aftöku indíána sem hafði verið dæmdur til dauða í Arkansas.

Lisa Montgomery var dæmd til dauða fyrir morð á barnshafandi konu og ófæddu barni hennar 2004. Brandon Bernard var dæmdur til dauða fyrir tvö morð í herstöð 1990.

Joe Biden hefur tilkynnt að hann hyggist stöðva allar aftökur á vegum alríkisins þegar hann tekur við völdum. Það gerir þessar þrjár aftökur enn umdeildari en ella og margir spyrja sig af hverju það liggur skyndilega svo á að taka fólkið af lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita