Kaupmannahafnarlögreglan skýrði frá þessu á Twitter. Í samtali við Ekstra Bladet sagði talsmaður lögreglunnar að hann minntist þess ekki að ökumaður hafi áður mælst á svona miklum hraða, að minnsta kosti ekki á síðustu árum. Það er kannski ekki furða því hraði á borð við þennan er eitthvað sem fólk á frekar von á að sjá í Formúlu 1 en á dönskum vegum.
Ökumaðurinn ók Mercedes AMG sem er sérstök útgáfa af þessari tegund og með sérstaklega aflmikla vél. Ökumaðurinn, sem er tvítugur, var að koma frá Svíþjóð og hlýddi hann strax fyrirmælum lögreglunnar um að stöðva aksturinn.
Þar sem bifreiðin er skráð í Svíþjóð gat lögreglan ekki lagt hald á hana eins og gert hefði verið ef um bifreið skráða í Danmörku væri að ræða. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum.
Annar ökumaður mældist á yfir 200 km/klst í sömu aðgerð eða á 205 km/klst.