fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 06:05

AA-rafhlöður. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 2.300 manns búa í Siljan í Noregi. Þar er Rolf Øverbø bensínstöðvarstjóri á bensínstöð YX þar sem hægt er að kaupa ýmislegt annað en eldsneyti, þar á meðal rafhlöður. Rolf hafði lengi undrast hversu margar AA-rafhlöður seldust, salan var eiginlega ekki í neinu samræmi við íbúafjöldann. Nýlega las hann umfjöllun i Telemarksavisa sem varpaði ljósi á málið.

TV2 skýrir frá þessu. Umfjöllun Telemarksavisa bar fyrirsögnina „Bygda nær sex-toppen“. Í henni kom fram að verslun, sem selur hjálpartæki ástarlífsins, hafði nýlega sagt Siljan vera númer tvö á lista yfir þau byggðarlög þar sem flest hjálpartæki ástarlífsins eru keypt.

„Við verðum að laga okkur að markaðnum,“ sagði Rolf í samtali við TV2 og gat þess að bensínstöðin væri nú með tilboð á AA-rafhlöðum, þrjár fyrir verð tveggja.

Á föstudaginn birti hann færslu á Facebooksíðu bensínstöðvarinnar sem hefur vakið mikla athygli og jafnvel komið sumum til að hlæja.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=4789642467743487&id=192189830822130

„Eftir umfjöllun TA fyrr í vikunni, veit ég af hverju salan á AA-rafhlöðum rýkur upp þegar haustar. Hef furðað mig á af hverju svo margar konur í Siljan stunda veiðar. Það kom í ljós að það er hægt að nota þessar AA-rafhlöður í fleira en talstöðvar og GPS,“ skrifaði hann meðal annars.

Í samtali við TV2 sagði hann að þegar hann hafi heyrt að Siljan væri í öðru sæti á fyrrnefndum lista hafi hann ákveðið að vera með tilboð á rafhlöðum og hafi skrifað færslu á Facebook um þetta. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg og salan mikil.

„Það er örugglega mikið notað af rafhlöðum þegar fólk fer til veiða á haustin en fólk er líka meira heima á daginn og salan á rafhlöðum er líklegast merki þess að fólk skemmtir sér,“ sagði hann og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur