fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Trump segist hafa gefið grænt ljós á undirbúning valdaskipta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 04:45

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist hafa gefið grænt ljós á að hægt sé að hefja undirbúning valdaskipta í landinu en þau fara fram á hádegi þann 20. janúar 2021. Þá tekur Joe Biden við embætti forseta og Trump flytur úr Hvíta húsinu. Trump skýrði frá þessu í fjölda tísta á Twitter í gærkvöldi en hann tók einnig fram að hann muni berjast áfram fyrir áframhaldandi setu á forsetastóli.

Tíst Trump komu skömmu eftir að Emily Murphy, forstjóri General Services Administration (GSA), gaf út formlegt samþykki fyrir upphafi valdaskiptanna. Í tístum sínum bað Trump Murphy um að „gera það sem þarf“ til að hægt sé að undirbúa valdaskiptin og sagðist hafa fyrirskipað ríkisstjórn sinni að gera það sama.

Það er GSA sem lýsir yfir sigurvegara í forsetakosningunum. Það gerist yfirleitt ekki fyrr en annar frambjóðandinn hefur viðurkennt ósigur sinn en það hefur Trump ekki enn gert. Tíst hans í gærkvöldi eru líklega það næsta sem hann hefur komist því að viðurkenna ósigur eftir að hafa haldið því fram í þrjár vikur að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað.

Í bréfi sem Murphy sendi Joe Biden skrifaði hún að hann virðist hafa sigrað í kosningunum og þar með opni hún fyrir aðgang hans að opinberu fjármagni og opinberum starfsmönnum. Teymi Biden mun einnig geta hafið samhæfingu valdaskiptanna í samvinnu við sitjandi ríkisstjórn og stjórnvöld.

Murphy skrifaði einnig að þessi ákvörðun sé nauðsynleg til að takast á við þær áskoranir sem þjóðin stendur frammi fyrir, bæði hvað varðar að ná stjórn á heimsfaraldri kórónuveirunnar og til að koma hjólum efnahagslífsins aftur á rétt spor.

Þrýstingur á Murphy, um að gefa grænt ljós á undirbúning valdaskiptanna, hefur aukist mikið að undanförnu en hún þráaðist lengi við að gefa Biden grænt ljós á að hefja undirbúning valdaskiptanna. Sífellt fleiri Repúblikanar, þjóðaröryggissérfræðingar og forkólfar úr atvinnulífinu hafa hvatt til að undirbúningur valdaskiptanna gæti hafist.

Niðurstöðurnar í Michigan staðfestar

Í gær voru úrslit kosninganna í Michigan staðfestar opinberlega og þar með er ljóst að Biden sigraði með 155.000 atkvæða mun í ríkinu. Framboð Trump hafði krafist endurtalningar í einu kjördæma ríkisins og að staðfestingu úrslitanna yrði frestað í tvær vikur. Kjörstjórn ríkisins samþykkti úrslitin 3-0 í atkvæðagreiðslu. Fjórir sitja í kjörstjórninni, tveir Repúblikanar og tveir Demókratar. Annar Repúblikaninn sat hjá við atkvæðagreiðsluna en hinn kaus með tillögu um að úrslitin yrðu samþykkt. Biden hefur því tryggt sér 16 kjörmenn ríkisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð