fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 19:00

Vél frá Qantas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska flugfélagið Qantas hyggst krefjast þess að þeir sem vilja fljúga með félaginu hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19. Þetta sagði Alan Joyce, forstjóri félagsins, í samtali við Channel Nine.

Hann sagðist telja að krafa sem þessi verði „almenn“ í fluggeiranum í framtíðinni. Hann sagði að félagið muni taka upp þessa kröfu um leið og bóluefni gegn veirunni er orðið aðgengilegt fyrir almenning.

„Við íhugum að breyta skilyrðum okkar og kröfum til farþega í alþjóðaflugi á þann hátt að þeir verði beðnir um að láta bólusetja sig áður en þeir fá að fara um borð í flugvélarnar,“ sagði hann. „Við verðum að sjá hvað gerist með COVID-19 áður en við getum sagt til um hvort þetta verður einnig tekið upp í innanlandsflugi en við teljum öruggt að þetta verði nauðsynlegt fyrir útlendinga sem koma til Ástralíu og fyrir fólk sem fer frá Ástralíu,“ sagði Joyce sem sagðist einnig telja líklegt að þetta verði krafa hjá flugfélögum um allan heim í framtíðinni.  Yfirvöld og flugfélög víða um heim íhuga að taka upp rafræn bólusetningavegabréf.

Landamæri Ástralíu hafa verið nær lokuð síðan í mars vegna viðleitni yfirvalda við að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa einnig takmarkað þann fjölda ástralskra ríkisborgara sem hafa fengið að snúa heim. Af þeim sökum hafa tugir þúsundir Ástrala setið fastir erlendis.

Qantas hefur lagt rúmlega 200 flugvélum og sagt rúmlega 8.500 starfsmönnum upp til að reyna að draga úr því mikla tapi sem stöðvun flugreksturs veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“