fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 19:00

Vél frá Qantas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska flugfélagið Qantas hyggst krefjast þess að þeir sem vilja fljúga með félaginu hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19. Þetta sagði Alan Joyce, forstjóri félagsins, í samtali við Channel Nine.

Hann sagðist telja að krafa sem þessi verði „almenn“ í fluggeiranum í framtíðinni. Hann sagði að félagið muni taka upp þessa kröfu um leið og bóluefni gegn veirunni er orðið aðgengilegt fyrir almenning.

„Við íhugum að breyta skilyrðum okkar og kröfum til farþega í alþjóðaflugi á þann hátt að þeir verði beðnir um að láta bólusetja sig áður en þeir fá að fara um borð í flugvélarnar,“ sagði hann. „Við verðum að sjá hvað gerist með COVID-19 áður en við getum sagt til um hvort þetta verður einnig tekið upp í innanlandsflugi en við teljum öruggt að þetta verði nauðsynlegt fyrir útlendinga sem koma til Ástralíu og fyrir fólk sem fer frá Ástralíu,“ sagði Joyce sem sagðist einnig telja líklegt að þetta verði krafa hjá flugfélögum um allan heim í framtíðinni.  Yfirvöld og flugfélög víða um heim íhuga að taka upp rafræn bólusetningavegabréf.

Landamæri Ástralíu hafa verið nær lokuð síðan í mars vegna viðleitni yfirvalda við að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirvöld hafa einnig takmarkað þann fjölda ástralskra ríkisborgara sem hafa fengið að snúa heim. Af þeim sökum hafa tugir þúsundir Ástrala setið fastir erlendis.

Qantas hefur lagt rúmlega 200 flugvélum og sagt rúmlega 8.500 starfsmönnum upp til að reyna að draga úr því mikla tapi sem stöðvun flugreksturs veldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi