fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Netanyahu fundaði með krónprinsi Sádi-Arabíu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 10:15

12 ára valdatíð Benjamin Netanyahu virðist á enda. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa flogið til Sádi-Arabíu á sunnudagskvöldið til að funda með Mohammed bin Salman, krónprinsi landsins, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ísraelskir fjölmiðlar skýra frá þessu.

Vitað að samskipti ríkjanna hafa heldur batnað á síðustu misserum, eftir áratugalanga óvináttu, því þau eiga sér sameiginlegan óvin sem er Íran en svo háttsettir embættismenn hafa ekki áður fundað.

Yossi Cohen, yfirmaður leyniþjónustunnar Mossad, er sagður hafa verið í för með Netanyahu. Yfirvöld í löndunum hafa ekki svarað fyrirspurnum um málið. Fluggögn sýna að einkaþota, sem Netanyahu hefur áður flogið með, fór frá Tel Aviv til Neom í Sádi-Arabíu þar sem krónprinsinn og Pompeo funduðu á sunnudagskvöldið. Flugvélin stoppaði í nokkrar klukkustundir í borginni áður en henni var flogið aftur til Tel Aviv.

Topaz Luk, einn af þeim starfsmönnum Netanyahu sem sér um samfélagsmiðla hans, gaf í skyn að fundurinn hefði átt sér stað þegar hann tísti að Netanyahu væri að „semja frið“ á meðan fyrrum keppinautur hans, Benny Gantz, væri að „sinna stjórnmálum“. Þau ummæli tengjast því að Gantz skipaði á sunnudaginn rannsóknarnefnd sem á að rannsaka umdeild kaup Ísraels á þýskum kafbátum. Margir samstarfsmenn Netanyahu, þar á meðal frændi hans, eru sagðir hafa hagnast á kaupunum. Netanyahu er ekki grunaður um aðild að málinu.

Ráðherra í ríkisstjórn Netanyahu staðfesti síðan í gær að forsætisráðherrann hefði farið í heimsókn til Sádi-Arabíu. Embætti forsætisráðherrans hefur ekki enn tjáð sig um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn