fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Bóluefni AstraZeneca með 70 til 90% virkni – Hefur einn stóran kost fram yfir hin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 07:58

Rannsóknarstofur AstraZeneca í Lundi í Svíþjóð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk/sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca tilkynnti í gær að prófanir á bóluefni þess, sem það hefur unnið að í samvinnu við vísindamenn í Oxfordháskóla, hafi leitt í ljós að bóluefnið veiti að meðaltali 70% bólusettra vernd. Það veitir þó allt að 90% vernd ef fólk fær fyrst hálfan skammt og síðan fullan skammt eftir einn mánuð.

Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla þá tóku 11.363 þátt í prófunum á bóluefninu.

„Niðurstaðan sýnir að við erum með virkt bóluefni sem mun bjarga mörgum mannslífum. Það er spennandi að við höfum komist að því að bóluefnisskammtar okkar hafa áhrif í um 90% tilfella og ef þessi skammtastærð er notuð er hægt að bólusetja fleiri miðað við fyrirhugaða afhendingu á bóluefninu,“ sagði Andrew Pollard, prófessor og rannsóknastjóri hjá Oxford Vaccine Trail, í fréttatilkynningu frá AstraZeneca.

Áður hafa Pfizer, í samvinnu við BioNTech, og Moderna tilkynnt um bóluefni sem virka í allt að 95% tilfella.

Þrátt fyrir að bresk/sænska bóluefnið virki ekki eins vel hefur það þó þann stóra kost umfram hin tvö að það er hægt að geyma það í venjulegum ísskáp í að minnsta kosti sex mánuði. Bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráðu frost en bóluefni Moderna er hægt að geyma í ísskáp í allt að 30 daga.

AstraZeneca reiknar með að framleiða þrjá milljarða skammta af bóluefninu á næsta ári. BBC segir að bresk stjórnvöld hafi nú þegar pantað 100 milljónir skammta hjá fyrirtækinu en það nægir til að bólusetja 50 milljónir manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“

Hakkarahópurinn Anonymous boðar aðgerðir gegn ríkisstjórn Trump – „Þið standið frammi fyrir uppgjöri“
Pressan
Í gær

Tæknirisarnir nota leynilegar formúlur til að skrá svefn þinn

Tæknirisarnir nota leynilegar formúlur til að skrá svefn þinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál

Vegabréf upp á 15 milljónir áttu að bjarga litlu Kyrrahafseyjunni – En það er eitt vandamál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll

Óheimilt að neita samkynhneigðum að ganga í hjónaband segir áfrýjunardómstóll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á