fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 06:59

Joe Biden og John Kerry. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hyggst leggja mikla áherslu á loftslagsmál. Í gær tilnefndi hann John Kerry, fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, sem sérstakan sendifulltrúa sinn í loftslagsmálum. Þetta er um leið ofanígjöf við skort á áhuga og aðgerðum Donald Trump í málaflokknum.

Kerry mun njóta sömu stöðu og ráðherrar í ríkisstjórn Biden og sitja í þjóðaröryggisráði landsins.

„Þetta er í fyrsta sinn sem embættismaður, sem einbeitir sér að loftslagsmálum, situr í þjóðaröryggisráðinu. Þetta endurspeglar áherslur verðandi forseta á að takast á við loftslagsbreytingarnar sem ógna þjóðaröryggi,“ segir í yfirlýsingu frá valdaskiptateymi Biden. CNN skýrir frá þessu.

Skipun Kerry í embættið er staðfesting á stefnubreytingu bandarískra yfirvalda en Donald Trump hefur verið í algjörri afneitun hvað varðar loftslagsmálin og hefur hann ítrekað gert lítið úr vísindalegum gögnum hvað þau varðar. Hann hefur einnig kerfisbundið afnumið lög og reglur sem voru sett til verndar náttúrunni. Hann mun því seint teljast vinur náttúrunnar og umhverfisins.

„Það verður heiður að starfa með bandamönnum okkar og samstarfsaðilum, samhliða rísandi ungum leiðtogum í loftslagshreyfingunni, við að takast á við loftslagsvandann af þeirri alvöru og hraða sem á þarf að halda,“ segir í yfirlýsingu frá John Kerry.

Kerry hefur lengi unnið að loftslagsmálum. Sem utanríkisráðherra var hann í lykilhlutverki þegar Parísarsáttmálinn var samþykktur 2015  en tæplega 200 ríki skuldbundu sig til að uppfylla hann. Sáttmálanum var ætlað að takast á við loftslagsbreytingarnar og áhrif þeirra. Trump dró Bandaríkin út úr samningnum en Biden hefur heitið því að Bandaríkin gangi aftur inn í samninginn á fyrsta degi hans í embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2