fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 07:50

Stefan Löfvén forsætisráðherra Svíþjóðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, flutti sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann ræddi þá alvarlegu stöðu sem uppi er í landinu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann sagði að allir landsmenn verði að leggja meira á sig til að þjóðin komist í gegnum faraldurinn.

Tölur síðustu daga, varðandi faraldurinn, hafa verið skelfilegar í Svíþjóð. Nýtt met er sett nær daglega hvað varðar fjölda smitaðra og rúmlega 6.400 manns hafa látist af völdum COVID-19 fram að þessu. Löfven lagði þunga áherslu á hversu alvarleg staðan er.

„Þau mistök, sem við gerum sem land núna, munu valda okkur þjáningum síðar. Það sem við gerum rétt núna, mun gleðja okkur síðar,“ sagði hann og bætti við: „Það sem við gerum núna hefur áhrif á hvernig við fögnum jólunum og hverjir eru enn á meðal okkar um jólin. Þetta kann að hljóma grimmdarlegt en þetta er bara nákvæmlega jafn grimmdarlegt og raunveruleikinn er.“

Hann ræddi um mikinn fjölda smita og lagði áherslu á að allir Svíar verði að leggja meira á sig til að koma landinu í gegnum faraldurinn. „Ég verð enn einu sinni að biðja ykkur um svolítið, sem er erfitt, en algjörlega nauðsynlegt. Allir verða að leggja meira á sig og það hvílir á þér og mér,“ bætti hann við. Hann hvatti fólk síðan til að umgangast aðeins þá sem það býr með og að hámarki tvo ef fólk býr eitt.

Löfven hefur áður sagt að hugsanlega þurfi að herða sóttvarnaaðgerðir ef fólk getur ekki takmarkað hversu marga það umgengst og virkni sína í samfélaginu.

Svíar hafa farið aðra leið en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við kórónuveiruna. Verslanir, skólar og veitingastaðir hafa verið opnir en fólk hefur verið hvatt til að leggja áherslu á félagsforðun og mikið hreinlæti. Yfirvöld hafa þó tekið upp harðari stefnu að undanförnu og til dæmis var nýlega ákveðið að setja samkomubann sem kveður á um að ekki megi fleiri en átta manns vera saman. Einnig var ákveðið að banna áfengissölu eftir klukkan 22.

Löfven hefur að undanförnu sagt að sú aðferðafræði sem Svíar hafa viðhaft fram að þessu sé ekki lengur „nothæf“.

Í heildina hafa rúmlega 208.000 Svíar greinst með veiruna en íbúar landsins eru um tíu milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár