E24 skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt skýrslunni eigi Norðmenn gríðarlegt magn af málum á hafsbotni. Ef byrjað verður að vinna þessa málma hljóða bjartsýnustu spár upp á að til verði 21.000 störf við þann iðnað og að velta iðnaðarins verði um 180 milljarðar norskra króna á ári.
Meðal þeirra málma sem hugsanlega er hægt að vinna af hafsbotni eru kopar, kóbalt og sink. Kóbalt er meðal annars notað í rafhlöður rafmagnsbíla.
Ef byrjað verður að vinna þessa málma bætast sú vinnsla við vinnslu annarra náttúruauðlinda Norðmanna eins og olíu og fisk. Þeir hafa auk þess virkjað vatnsorku. En það er olían sem hefur lagt grunninn að gríðarlega traustum efnahag landsins. Verðmæti Norska olíusjóðsins, þar sem olíupeningarnir eru ávaxtaðir, var í síðustu viku um 11.000 milljarðar norskra króna.