Það sem gerir þetta svolítið ógnvekjandi er að enginn sá hann koma og raunar uppgötvaðist hann ekki fyrr en töluvert eftir að hann var kominn fram hjá okkur. Hann fór yfir sunnanvert Kyrrahafið. Samkvæmt umfjöllun ScienceAlert þá var hann svo nálægt jörðinni að hann setti nýtt met hvað það varðar.
Það er þó ákveðin huggun að þótt loftsteinninn hefði komið inn í gufuhvolfið hefði hann ekki valdið miklu tjóni. Hann er tæplega 10 metrar í þvermál og hefði brunnið upp í gufuhvolfinu, hugsanlega hefðu smá brot úr honum náð alla leið til jarðar.
Það var ekki fyrr en 15 klukkustundum eftir að hann fór fram hjá jörðinni sem viðvörunarkerfið ATLAS á Hawaii, sem fylgist með loftsteinum sem gætu hugsanlega stefnt á jörðina, uppgötvaði hann. Ástæðan er að sögn ScienceAlert að hann fór mjög hratt og braut hans að jörðinni var úr átt sem er erfitt að sjá hluti koma úr því geislar sólarinnar blinda.