fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Er Trump í felum? „Eins og uppstökkur smástrákur sem vill ekki leika lengur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 06:50

Donald Trump á fréttamannafundinum í gærkvöldi. Mynd:EPA-EFE/Chris Kleponis / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í upphafi mánaðarins er óhætt að segja að Donald Trump, forseti, hafi ekki látið mörg tækifæri fara fram hjá sér til að sýna sig opinberlega og vera í kastljósi fjölmiðla. En í kjölfar ósigursins hefur lítið farið fyrir honum á opinberum vettvangi og má segja að dæmið hafi algjörlega snúist við.

Fyrir kosningarnar hélt hann ótal kosningafundi, reifst við fréttamenn og eyddi löngum stundum í símanum að ræða við þáttastjórnendur hjá Fox News. Hann nýtti hvert einasta tækifæri til að sýna sig og láta heyra í sér.

En eftir ósigurinn í kosningunum breyttist þetta allt og Trump sést varla. Á sama tíma og kórónuveirufaraldurinn herjar á Bandaríkin og færist sífellt í vöxt lætur forsetinn lítið fyrir sér fara og virðist ekki hafa mikinn áhuga á að reyna að stýra þjóð sinni í gegnum faraldurinn. Hann er hættur að halda fréttamannafundi og hann er meira að segja hættur að hringja í vini sína hjá Fox News.

Einu „lífsmerkin“ frá honum eru að hann hefur sést spila golf, mætt á nokkra viðburði í Hvíta húsinu og auðvitað látið samsæriskenningum og ósannindum rigna út frá Twitteraðgangi sínum.

Í umfjöllun CNN um málið er haft eftir Larry Jacobs, forstjóra Center for the Study of Politics and Governance hjá University of Minnesota, að hann telji að enginn forseti, allt frá valdatíð Richard Nixon, sé svo „djúpt inni í byrginu og aftengdur þjóðinni“ eins og Trump er núna. „Donald Trump beið ekki aðeins mikinn pólitískan ósigur, hann hefur einnig augljóslega orðið fyrir miklu tilfinningalegu áfalli. Þessi hegðun er jafnvel enn einkennilegri en venjulega og hann hefur dregið sig í hlé. Hann er búinn að setja sig sjálfan í sálfræðilega einangrun. Tilfinningalegt ástand hans er greinilega hræðilegt. Á einföldu máli, hann er búinn að tapa sér,“ sagði Jacobs.

Trump er sagður eyða morgnunum í híbýlum sínum í Hvíta húsinu við að horfa á sjónvarpið. Síðdegis fer hann á skrifstofu sína og flakkar á milli hennar og borðstofu við hlið hennar þar sem er stórt sjónvarp. Þar er hann fram á nótt og ráðfærir sig við lögmenn sína um sífellt örvæntingarfyllri tilraunir til að fá niðurstöðum kosninganna hnekkt.

CNN hefur eftir Gwenda Blair, höfundi The Trumps, að Trump geti ekki lifað með ósigri og einbeiti sér því að því að láta líta út eins og hann sé fórnarlamb áður en hann snúi aftur í stjórnmál eftir fjögur ár. Hann ríghaldi í þá hugsun sína að hann hafi náð miklum árangri í lífinu. „Í hans huga hefur honum aldrei mistekist neitt og af hverju ætti hann að byrja á því núna?“

„Pabbi hans gat alltaf reddað honum og hæfileiki hans til að sveigja raunveruleikann hefur margoft verið staðfestur fyrir honum. Hann hefur lifað sex gjaldþrot af, tvo hjónaskilnaði og í hvert sinn hefur hann sveigt raunveruleikann þannig að hann gæti sagt að margir telji hann hafa náð góðum árangri,“ sagði Blair.

Michael Steele, ráðgjafi hjá Lincoln Project og fyrrum formaður landsstjórnar Repúblikanaflokksins, dró ekki úr lýsingunum á Trump í samtali við CNN: „Trump er eins og uppstökkur lítill strákur sem fær ekki það sem hann vill og þess vegna vill hann ekki vera innan um annað fólk og vill ekki leika lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga