fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

9.000 ára gömul gröf veiðimanna breytir sögunni hvað varðar kynjahlutverkin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 08:00

Formóðir okkar á veiðum. Mynd:Matthew Verdolivo / UC Davis IET Academic Technology Services

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hefur það verið viðtekin skoðun að kynjahlutverkin hafi verið skýr hjá forfeðrum okkar. Á steinöld hafi það verið karlarnir sem fóru til veiða en konurnar sáu um að safna forða og útbúa mat. Að minnsta kosti er það svona sem þetta lítur út í mörgum sögubókum. En nýr fornleifafundur í Perú bendir til að þetta hafi nú ekki endilega verið svona.

Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins þá veitir 9.000 ára gömul gröf veiðimanna, sem fannst í Andesfjöllunum, aðra innsýn í líf forfeðra okkar. Þetta er að minnsta kosti mat Randy Haas, hjá Kaliforníuháskóla, sem vann að rannsókninni.

Það var 2018 sem 9.000 ára gömul gröf veiðimanna fannst í Wilamaya Patjxa í Perú. Í gröfinni voru leifar ungrar konu, um 19 ára. Hjá henni voru ýmis tól og tæki (vopn) til veiða á stórri bráð. Haas segir að það hafi verið venjan að hlutir, sem voru mikilvægur hluti af daglegu lífi viðkomandi, fylgdu þeim í gröfina.  Það vakti því forvitni vísindamanna um hvort þetta væri einstakt tilfelli eða hvort fleiri konur hefðu verið jarðsettar með veiðibúnað hjá sér.

Þegar vísindamennirnir fóru yfir gamlar rannsóknir fundu þeir nýjar vísbendingar í fleiri gröfum veiðimanna frá þessum tíma. 27 einstaklingar, bæði í Suður- og Norður-Ameríku, höfðu verið grafnir með svipuð vopn hjá sér. 11 voru konur en 16 karlar. Frekari rannsóknir leiddu í ljós að allt að helmingur veiðimanna á þessum svæðum voru konur.

Marin Pilloud, fornleifafræðingur við Nevada háskóla, segir að miðað við þessa uppgötvun þá virðist verkaskipting kynjanna ekki hafa verið eins og við þekkjum í vestrænni menningu í dag. Randy Haas tekur undir þetta og segir að hugsanlega hafi verkaskipting kynjanna verið á meiri jafnréttisgrundvelli fyrir 9.000 árum en nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?