fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Tölvuleikir eru góðir til að tryggja vellíðan

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 15:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem spila tölvuleiki löngum stundum eru líklegri til að segjast vera hamingjusamir en þeir sem ekki spila tölvuleiki. Þetta á að minnsta kosti við um ákveðna tölvuleiku. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Samkvæmt frétt BBC þá notuðust vísindamenn við Oxford Internet Institute við tvo tölvuleiki við rannsókn sína. Nintendo Animal Crossing og Plants vs Zombies frá EA. Framleiðendur leikjanna veittu vísindamönnunum upplýsingar um hversu lengi hver og einn hefði spilað leikina. Þessar upplýsingar, sem voru nafnlausar, voru síðan tengdar við könnun sem var send spilurunum en í henni var spurt um vellíðan þeirra. 3.274 spilarar, eldri en 18 ára, tóku þátt í rannsókninni.

Í fyrri rannsóknum var stuðst við eigin mat spilaranna á hversu lengi þeir spiluðu en þær upplýsingar eru ekki endilega alltaf nákvæmar.

Andrew Przybylski, prófessor, sem stýrði rannsókninni sagðist hafa orðið hissa yfir niðurstöðunum. Þeir sem spili Animal Crossing í fjórar klukkustundir á dag, alla daga, séu líklegri til að vera hamingjusamir en þeir sem ekki spila. „Það þýðir ekki að Animal Crossing geri þig hamingjusaman,“ sagði hann og benti á að rannsóknir síðustu 40 ára hafi bent til að þeim mun meira sem fólk spili, þeim mun óhamingusamara væri það. Hann sagði að hugsanleg skýring á hversu ólíkar nýju niðurstöðurnar eru sé að báðir leikirnir innihaldi félagslega þætti þar sem spilarar eigi í samskiptum við persónur sem er stjórnað af öðru fólki. „Ég held að fólk eyði ekki miklum tíma í leik með félagslegum þáttum nema það sé ánægt með þá,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni