CNN segir að 92.700 hafi skilað inn kröfu. Ásakanirnar um ofbeldið ná marga áratugi aftur í tímann. Margar eru frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.
Nefnd, sem sér um málareksturinn, segir að fleiri kröfur hafi verið lagðar fram á hendur BSA en heildarfjöldi málshöfðana á hendur kaþólsku kirkjunni um allan heim fyrir kynferðisofbeldi en þær eru sagðar vera um 11.000.
„Við erum niðurbrotin yfir þeim fjölda sem var beittur kynferðisofbeldi innan skátahreyfingarinnar og snortin yfir hugrekki þess,“ segir í yfirlýsingu frá skátahreyfingunni. „Við erum niðurbrotin því við getum ekki breytt sársauka þeirra,“ segir einnig í yfirlýsingunni.
BSA var stofnuð 1910 og er með um 2,2 milljónir félaga á aldrinum 5 til 21 árs í Bandaríkjunum.