BBC segir að börnin hafi verið á leið í skóla þegar ökumaður, kona, ók í gegnum lokanir á veginum og hélt áfram för sinni. Börnin sögðu kennara sínum frá þessu og bað hann þau um að teikna mynd af konunni og bílnum áður en hann hringdi í lögregluna.
Lögreglan hefur nú birt teikninguna í þeirri von að hún nái sambandi við konuna.
Lögreglan skrifaði á Facebooksíðu sína að börnin eigi hrós skilið fyrir að hafa látið kennarann vita og fyrir að hafa teiknað ökumanninn.
https://www.facebook.com/Polizei.NRW.HAM/posts/3272495789546662
„Um klukkan 08.40 biðu þau eftir grænu ljósi við gangbrautina þegar þau sáu svartri bifreið beygt til vinstri af Uphofstrasse inn á Horster Strasse. Þar var henni ekið á lokanir. Ökumaðurinn, kona með stutt ljóst hár, sinnti engu því tjóni sem hún hafði valdið og ók áfram,“ skrifaði lögreglan á Facebook.