fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Læknar, hermenn og kirkjur koma við sögu í fyrirhuguðum bólusetningum í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 06:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góð tíðindi hafa borist af virkni bóluefna, sem eru í þróun, gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að undanförnu. Af þeim sökum eru yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum nú á fullu við að undirbúa bólusetningar og ákveða hverjir skuli njóta forgangs. Um risastórt verkefni er að ræða, verkefni af áður óþekktri stærðargráðu.

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, hefur lagt fram nákvæma áætlun um hvernig málin eiga að ganga fyrir sig. Bólusetningar munu fara fram í ráðstefnuhöllum, íþróttahöllum, tónleikasölum og kirkjum. Einstefna verður í gegnum húsin til að koma í veg fyrir að fólk mætist. Við innganginn verður kannað hvort fólk er með hita eða kvef. Þeir sem eru með slík einkenni fá ekki aðgang. Fólk fær einnig bara aðgang eftir að hafa pantað sér tíma.

Hvað varðar bólusetningar eldra fólks, veikra flóttamanna og heimilislausra þá munu færanleg bólusetningateymi sjá um þær. Einnig  fara slík teymi á vinnustaði, til dæmis á lögreglu- og slökkviliðsstöðvar. Allt þetta mun hvíla á herðum heilbrigðisstarfsfólks sem fær aðstoð frá hermönnum. Reiknað er með að það taki 15 mínútur að bólusetja hvern og einn, veita viðkomandi nauðsynlegar upplýsingar og ganga frá skráningum. Reiknað er með að hver læknir geti bólusett 96 manns á dag. Síðan þarf að fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum og síðan þarf fólk að mæta aftur til síðari bólusetningarinnar. Þjóðverjar þurfa því 160 milljónir skammta af bóluefninu, hið minnsta.

Í Frakklandi miðast undirbúningurinn við að læknar geti ekki geymt bóluefnið því bóluefni Pfizer þarf að geyma við 70 gráðu frost.  Yfirvöld hafa því pantað 50 sérsmíðaða frysta undir bóluefnið. Herinn á síðan að taka þátt í dreifingu þess. Bólusetningar munu fara fram á sjúkrahúsum og sérstökum bólusetningarmiðstöðvum.

Í Bretlandi eiga hermenn að sjá um dreifingu bóluefnisins og bólusetningar. Á Ítalíu er enn unnið að skipulagningu en reiknað er með að gamlar lagerbyggingar, íþróttahallir og sýningarsalir verði teknir undir bólusetningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið