fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Steltner, saksóknari í Berlín, sagði í gær að 44 ára karlmaður sem hafði verið saknað síðan í byrjun september hafi líklega verið myrtur. Bein úr manninum fundust í skógi í Berlín fyrir 11 dögum. Hans hafði verið saknað síðan 5. september. 41 árs karlmaður hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa myrt manninn. Talið er að kynferðislegar hvatir hafi legið að baki morðinu og jafnvel áhugi á að stunda mannát.

Rannsókn lögreglunnar á beinunum leiddu í ljós að maðurinn var myrtur. Lögreglan segir að hann hafi starfað í byggingariðnaðinum í borginni. Hann yfirgaf íbúð sína skömmu fyrir miðnætti 5. september og spurðist ekkert til hans fyrr en beinin fundust. Rannsókn lögreglunnar leiddi hana á slóð hins meinta morðingja.

Bild segir að hann sé stærðfræðikennari og hafi hann og fórnarlambið hist á stefnumótasíðu á netinu og ákveðið að hittast. Segir blaðið að lögregluna gruni að maðurinn hafi borðað fórnarlambið því á mörgum beinanna var ekkert hold. Blaðið segir einnig að við rannsókn hafi komið í ljós að maðurinn hafði leitað sér upplýsinga um mannát á netinu.

Málið vekur upp minningar um mál „mannætunnar frá Rotenburg“ frá 2006. Þá var þýskur maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið manneskju, hlutað lík hennar í sundur og borðað það að hluta.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Í gær

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Í gær

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn