fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Æskuvinkona Ivanka Trump – „Ég hef þagað fram að þessu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 05:05

Ivanka Trump. Mynd:U.S. Department of State

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrátt fyrir að vinir og ættingjar hafi varað mig við að þessari grein verði ekki tekið eins og ég óska þá er kominn tími til að einn af mörgum gagnrýnendum frá æskuárum Ivanka stígi fram – þó ekki sé nema til að tryggja að hún muni aldrei bíða þess bætur að hafa ákveðið að tengja örlög sín við örlög föður síns.“

Þetta er meðal þess sem segir í grein eftir Lysandra Ohrstorm, blaðamanns og æskuvinkonu Ivanka Trump, sem birtist nýlega í Vanity Fair. Í greininni lýsir hún hvernig hún og Ivanka urðu vinkonur á unglingsárunum og hafi verið óaðskiljanlegar árum saman en á endanum rann vinnátta þeirra út í sandinn. Ástæður þess eru að hennar sögn blanda af ólíkum skilningi þeirra á heiminum og vegna föður Ivanka sem er Donald Trump forseti.

Hún segir að þær hafi verið nær óaðskiljanlegar í rúman áratug eftir að þær kynntust í sjöunda bekk.

„Við vorum svona í rúman áratug, meira systur en bestu vinkonur. Já, hún elskaði að tala um sjálfa sig og var hégómleg en hún var líka skemmtileg, trú og í hreinskilni sagt, spennandi.“

Vináttuböndin voru sterk allt þar til þær komust á þrítugsaldur. „Það var eins og Ivanka og ég værum alltaf sammála eða til í sömu ævintýrin.“

Vináttan breyttist eftir að þær luku námi. Lysandra hélt til Beirút til að starfa sem blaðamaður en Ivanka fékk starf hjá fasteignaþróunarfélagi i Brooklyn. Skömmu eftir brúðkaup Ivanka og Jared Kushner 2009, sem Lysandra var viðstödd, lauk vináttunni að sögn Lysandra og voru margar ástæður fyrir því að hennar sögn.

Meðal þess var að Ivanka hafi talað illa um hálsmen sem Lysandra bar. Í hálsmeninu var viðhengi með nafni Lysandra ritað á arabísku og það virtist fara illa í Ivanka. „Stundum sagði hún hluti á borð við: „Ég hata þennan hlut.“ Kvöld eitt, þegar við vorum að borða, leit hún á hálsmenið og sagði: „Hvað finnst gyðingnum kærasta þínum um það þegar þið eru að stunda kynlíf og þetta hálsmenn lendir á andliti hans? Hvernig getur þú borið það? Það öskrar barar: „Hryðjuverkamaður.““

Lysandra segist eitt sinn hafa ráðlagt Ivanka að lesa bókina „Empire Falls“ eftir Richard Russo en hún gerist í samfélagi verkamanna í Maine. Á Ivanka þá að hafa sagt: „Ly, af hverju segir þú að ég eigi að lesa bók um fátækt fólk? Hvaða hluta hennar heldur þú að ég hafi áhuga á?“

Þegar ljóst var að Ivanka myndi starfa sem ráðgjafi hjá föður sínum í Hvíta húsinu vonaðist Lysandra til að hún gæti „haldið aftur af kynþáttahaturstilhneigingu hans“. En það fór ekki svo skrifar hún. „Ég hef þagað fram að þessu, þrátt fyrir að hafa fyllst sífellt meiri fyrirlitningu á hæfileikum Ivanka til að aðstoða og styðja föður sinn.  Hvort sem Ivanka tekst að endurskapa skaddaða ímynd sína eða ekki, þá vona ég að hún sleppi ekki við að heyra lófatakið sem hljómaði í borginni, sem hún vildi stjórna (New York, innsk. blaðamanns), þegar fólk fagnaði pólitískum ósigri hennar. ég var með þeim, grátandi af gleði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni