fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Apple þarf að greiða hálfan milljarð dollara í sekt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknirisinn Apple þarf að greiða hálfan milljarð dollar í sekt, eða nákvæmlega 502,8 milljónir, fyrir áralanga misnotkun á tækni frá hugbúnaðarfyrirtækinu VirnetX en Apple hafði ekki fengið heimild til að nota hugbúnaðinn.

Það var kviðdómur í bænum Tyler í Texas sem kvað upp úr um þetta á föstudaginn. Niðurstaðan er það nýjasta sem gerst hefur í þessu máli en það hefur staðið yfir í tíu ár. Bloomberg skýrir frá þessu.

Kviðdómurinn komst að sögn að niðurstöð á um 90 mínútum en hann átti eingöngu að úrskurða um hversu mikið Apple á að greiða VirnetX fyrir að hafa notað VPNVPN on Demand, fyrirtækisins.

Deilur fyrirtækjanna hafa staðið yfir í rúmlega tíu ár. VirnetX segir að VPN-tæknin eigi rætur að rekja til tækni sem það þróaði fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og segir að bæði VPN on Demand og FaceTime hjá Apple noti þessa tækni.

VirnetX fór fram á að kviðdómurinn myndi úrskurða fyrirtækinu rúmlega 700 milljónir dollara í bætur frá Apple en Apple taldi sig aðeins skulda 113 milljónir. Apple tilkynnti strax á föstudaginn að fyrirtækið íhugi að áfrýja niðurstöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga