Sky News skýrði frá þessu í nótt.
Prinsinn hefur ekki skýrt frá þessu opinberlega en Sky segir að hann hafi sagt þetta við einn viðmælanda sinn á viðburði sem hann sótti. Hann hafi sagt honum að mikilvægir hlutir hafi verið í gangi og hann hafi ekki viljað valda fólki áhyggjum.
Talsmenn konungshirðarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar Sky leitaði eftir því í gær en neituðu heldur ekki að prinsinn hefði verið veikur með COVID-19. The Sun hefur eftir heimildarmanni að Vilhjálmur hafi veikst töluvert af völdum veirunnar.
Hann naut að sögn aðhlynningar lækna og fylgdi fyrirmælum ríkisstjórnarinnar til landsmanna um að fara í einangrun ef um kórónuveirusmit er að ræða. Hann er sagður hafa tekið þátt í 14 viðburðum í gegnum síma og fjarfundabúnað á meðan hann var veikur.