fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Loka skólum í New York vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 09:35

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við verðum að berjast gegn þessari annarri bylgju COVID-19,“ segir Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, í færslu á Twitter í tengslum við ákvörðun borgaryfirvalda að loka almenningsskólum borgarinnar frá og með deginum í dag.

Hann hvetur einnig íbúa borgarinnar til að sýna sérstaka aðgæslu á öllum sviðum til að forðast smit. Ummæli hans veikja vonir um að New York sé á leið út úr faraldrinum. Síðustu sjö daga hafa borgaryfirvöld skráð 3% meðalaukningu á smitum i borginni. Áður hafði verið ákveðið að ef smitum myndi fjölga um 3% eða meira að meðaltali á einni viku yrði skólum borgarinnar lokað.

Skólar í borginni voru opnaðir á nýjan leik í september eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins. New York var miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum í vor en í sumar fækkaði smitum mikið en á síðustu vikum hefur þróunin snúist til verri vegar.

En það er ekki bara í New York sem þróunin er til verri vegar þessar vikurnar. Víða hefur fjöldi smita náð nýjum hæðum og það sama á við um innlagnir á sjúkrahús. Á þriðjudaginn lágu 75.000 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum landsins og hafa aldrei verið fleiri.

Í gærkvöldi höfðu rúmlega 250.000 látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. „Ég hef meiri áhyggjur en nokkru sinni áður, síðan faraldurinn skall á,“ sagði Tom Inglesby, læknir og yfirmaður hjá Johns Hopkins Center for Health Security, í samtali við CNN í gærkvöldi.

Í að minnsta kosti 18 ríkjum hafa yfirvöld að undanförnu gripið til nýrra og harðari aðgerða vegna faraldursins. En í Hvíta húsinu finnst fólki þetta vera of harkalegt. Kayleigh McEnany, talskona Hvíta hússins, sagði í gær að viðbrögðin og nýjar hömlur á líf fólks væru yfirdrifin. „Bandaríkjamenn vita hvernig þeir eiga að gæta að heilsu sinni. Sem einstaklingar tökum við ábyrgar ákvarðanir um heilbrigðismál,“ sagði hún í samtali við Fox News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum