fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Kórónuveirufaraldurinn á mikilli siglingu í Svíþjóð – 96 létust á einum sólarhring

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 10:33

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá þriðjudegi og fram á miðvikudag létust 96 af völdum COVID-19 í Svíþjóð. Þetta er mesti fjöldi andláta af völdum COVID-19 á einum degi í þrjá mánuði.

Sænsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær.  Frá upphafi heimsfaraldursins hafa rúmlega 6.300 látist af völdum COVID-19. Í gær voru 4.007 ný smit skráð. Í heildina hafa 196.446 greinst með veiruna fram að þessu.

Ef dánartölur eru skoðaðar út frá fjölda andláta á hverja 100.000 íbúa þá skera Svíar sig úr meðal Norðurlandanna. Samkvæmt tölum frá hinum alþjóðlega gagnabanka Statista er dánarhlutfallið í Svíþjóð 60 á hverja 100.000 íbúa. Í Danmörku er hlutfallið 13 á hverja 100.000 íbúa og 5,5 í Noregi.

Hlutfallið á hverja 100.000 íbúa er þó hærra í Belgíu, Spáni, Bretland, Ítalíu og Frakklandi.

Samkvæmt tölum, sem sænsk heilbrigðisyfirvöld birtu á þriðjudaginn, var COVID-19 þriðja algengasta dánarorsökin á fyrri helmingi ársins. Fleiri létust úr hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú