Sænsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær. Frá upphafi heimsfaraldursins hafa rúmlega 6.300 látist af völdum COVID-19. Í gær voru 4.007 ný smit skráð. Í heildina hafa 196.446 greinst með veiruna fram að þessu.
Ef dánartölur eru skoðaðar út frá fjölda andláta á hverja 100.000 íbúa þá skera Svíar sig úr meðal Norðurlandanna. Samkvæmt tölum frá hinum alþjóðlega gagnabanka Statista er dánarhlutfallið í Svíþjóð 60 á hverja 100.000 íbúa. Í Danmörku er hlutfallið 13 á hverja 100.000 íbúa og 5,5 í Noregi.
Hlutfallið á hverja 100.000 íbúa er þó hærra í Belgíu, Spáni, Bretland, Ítalíu og Frakklandi.
Samkvæmt tölum, sem sænsk heilbrigðisyfirvöld birtu á þriðjudaginn, var COVID-19 þriðja algengasta dánarorsökin á fyrri helmingi ársins. Fleiri létust úr hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini.