Samkvæmt frétt Dagbladet þá var drottningin ekki eina fórnarlamb mistaka hjá Radio France International á mánudaginn því fréttastofan sagði einnig að rúmlega eitt hundrað aðrir þekktir einstaklingar væru látnir. Þar á meðal voru Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, sem er 96 ára, Brigitte Bardott, sem er 86 ára, og hinn níræði Clint Eastwood. Einnig var sagt að Ali Khamenei, trúarleiðtogi Írans, væri látinn.
Minningargreinar um fólkið voru birtar á mörgum heimasíðum fréttastofunnar og á síðum margra samstarfsaðila hennar, þar á meðal Google, Yahoo og MSN. Greinarnar voru fljótlega fjarlægðar og hefur fréttastofan beðist afsökunar á málinu og sagt að um tæknilega bilun hafi verið að ræða.