Margir ríkisstjórar og borgarstjórar eru byrjaðir að setja þak á hversu margir mega koma saman hverju sinni en smit af völdum veirunnar eru gríðarlega mörg í landinu þessa dagana og falla met, yfir fjölda smitaðra, nær daglega.
Þakkargjörðarhátíðin hefur aukna smithættu í för með sér því fólk ferðast langar leiðir til að hitta ættingja og vini.
Í New Jersey hefur ríkisstjórinn Phil Murray gripið inn í og á mánudaginn sagðist hann nauðbeygður til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman niður í 10 manns. Áður máttu 25 koma saman. Í Kaliforníu hefur Gavin Newson, ríkisstjóri, látið loka mörgum verslunum, sem ekki teljast til nauðsynjaverslana, og gert notkun andlitsgríma að skyldu utan heimilisins.
Í Mississippi sendu heilbrigðisyfirvöld alvarlega aðvörun frá sér um ástandið: „Við viljum ekki hitta ömmu á þakkargjörðarhátíðinni og jarðsetja hana um jólin. Það mun gerast. Ef þú getur ekki látið nægja að sjá hana á Facetime þarf að skipuleggja fámenna útför fyrir jól,“ sagði Mark Horne formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja í ríkinu.