fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Pressan

Herða sóttvarnaaðgerðir í Bandaríkjunum – Þakkargjörðarhátíðin í hættu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórði fimmtudagurinn í nóvember er einn stærsti hátíðardagur ársins í Bandaríkjunum. Þá koma fjölskyldur og vinir saman til að fagna þakkargjörðarhátíðinni. Flestir borða kalkún, sætar kartöflur og trönuber. En að þessu sinni mun heimsfaraldur kórónuveirunnar setja mark sitt á þessa miklu hátíð víða um land.

Margir ríkisstjórar og borgarstjórar eru byrjaðir að setja þak á hversu margir mega koma saman hverju sinni en smit af völdum veirunnar eru gríðarlega mörg í landinu þessa dagana og falla met, yfir fjölda smitaðra, nær daglega.

Þakkargjörðarhátíðin hefur aukna smithættu í för með sér því fólk ferðast langar leiðir til að hitta ættingja og vini.

Í New Jersey hefur ríkisstjórinn Phil Murray gripið inn í og á mánudaginn sagðist hann nauðbeygður til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman niður í 10 manns. Áður máttu 25 koma saman. Í Kaliforníu hefur Gavin Newson, ríkisstjóri, látið loka mörgum verslunum, sem ekki teljast til nauðsynjaverslana, og gert notkun andlitsgríma að skyldu utan heimilisins.

Í Mississippi sendu heilbrigðisyfirvöld alvarlega aðvörun frá sér um ástandið: „Við viljum ekki hitta ömmu á þakkargjörðarhátíðinni og jarðsetja hana um jólin. Það mun gerast. Ef þú getur ekki látið nægja að sjá hana á Facetime þarf að skipuleggja fámenna útför fyrir jól,“ sagði Mark Horne formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn