Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Fram kemur að samkvæmt samningnum geti ESB keypt 180 milljónir skammta til viðbótar. Allt er þetta þó háð því að bóluefnið reynist öruggt og virki gegn COVID-19.
Þetta er fimmti samningur framkvæmdastjórnarinnar um kaup á bóluefni fyrir hönd allra aðildarríkjanna. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar er haft eftir Ursula von der Leyen, formanni hennar, að framkvæmdastjórnin hafi nú tryggt ESB 1,2 milljarða skammta af bóluefni, hið minnsta, og það sé ekki aðeins fyrir íbúa ESB-ríkjanna heldur einnig fyrir fátækasta fólk heims.
CureVav er evrópskt fyrirtæki með aðsetur í Þýskalandi.