fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Enn eitt andlátið skekur þekkta fjölskyldu – Hvílir bölvun yfir henni?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 05:30

Honor Uloth. Mynd:Facebook/Honor Uloth

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að hið heimsþekkta Guinness brugghús var stofnað á átjándu öld hefur ólánið elt  Guinness-fjölskylduna að vissu leyti, það er að segja að tugir fjölskyldumeðlima hafa látist á dularfullan hátt. Nýlega lést enn einn fjölskyldumeðlimur. Lengi hefur verið haft á orði að bölvun hvíli á fjölskyldunni.

Að þessu sinni var það hin 19 ára gamla Honor Uloth sem lést. Daily Mail skýrir frá þessu.

„Við höfum misst dóttur og systur sem gaf okkur margar bjartar og skemmtilegar minningar,“ segir í yfirlýsingu Guinness-fjölskyldunnar.

Það var yngri bróðir Honor sem fann hann líflausa í sundlaug við heimili fjölskyldunnar í Sussex. Hún lést sex dögum síðar. Þetta gerðist í ágúst en ekki var skýrt frá þessu fyrr en í þessari viku.

People hefur fengið aðgang að krufningarskýrslunni. Í henni kemur fram að Honor hafi verið í nuddpotti með vinum sínum þetta kvöld en að um klukkan 23 hafi hún farið yfir í sundlaugina. Skömmu síðar fann bróðir hennar hana meðvitundarlausa á botni laugarinnar. Hún var axlarbrotin og með áverka á höfði.

„Þrátt fyrir að sundlaugin sé upplýst virðist sem Honor hafi annað hvort stokkið eða dottið ofan í sundlaugina og rekið höfuðið í og misst meðvitund. Ekki er vitað hvað hún rak höfuðið í,“ segir í skýrslunni.

Það var ættfaðirinn Arthur Guinness sem stofnaði brugghúsið St. James‘s Gate Brewery í Dublin á Írlandi og varð á skömmum tíma ríkasti maður landsins. Góður árangur og sorg héldust í hendur hjá honum því á nokkrum árum missti hann 10 af 21 barni sínum við dularfullar kringumstæður. Mörg barnabarna hans urðu áfengissjúklingar og önnur dóu í fátækt eða enduðu á geðdeildum.

1944 var Walter Guinness, erfingi veldisins, skotinn til bana af hryðjuverkamönnum í Kaíró í Egyptalandi. 1966 lést frændi hans, Tara Browne, í bílslysi, aðeins 21 árs. 1978 lést Peter Guinness í bílslysi, aðeins fjögurra ára að aldri. Þetta sama ár létust þrír aðrir úr fjölskyldunni. Fyrst var það Lady Henriette Guinness sem kastaði sér fram af brú á Ítalíu. Því næst var það Natalya Citkowitz sem lést úr áfengiseitrun og Dennys Guinness fannst látinn á heimili sínu, hljótt hefur verið um dánarorsök hans en talið er að hann hafi tekið eigið líf. Hann hafði áður lent upp á kant við lögin og verið handtekinn eftir að hann veifaði skammbyssu á almannafæri.

1988 lést John Guinness þegar hann hrapaði 150 metra þegar hann var á göngu á hæsta fjalli Wales, Snowdon. Aðeins tveimur árum áður hafði eiginkonu hans, Jennifer, verið rænt af heimili þeirra og haldið fanginni í átta daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum