fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Danska lögreglan leitar að líki Maria – Hræðilegar upplýsingar hafa komið fram í málinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 06:55

Maria From Jacobsen. Mynd úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan leitar nú logandi ljósi að líki Maria From Jakobsen, 43 ára, sem hún telur fullvíst að hafi verið myrt. 44 ára karlmaður var á mánudaginn úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Hann neitar sök. En miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram í málinu þá virðist lögreglan hafa ansi góðar ástæður til að gruna hann um morð.

Maria yfirgaf að sögn heimili sitt í Frederikssund á Sjálandi þann 26. október og var þá að sögn mjög niðurdregin. Hún á eiginmann og tvö börn. Tilkynnt var um hvar hennar daginn eftir. Fjórum dögum síðar fann vegfarandi bíl hennar við Bellahøj. Lögreglan lýsti eftir henni og leitaði hennar. Á mánudaginn dró síðan til tíðinda þegar lögreglan girti heimili hennar af og hóf umfangsmikla vettvangsrannsókn. Síðar um daginn var tilkynnt um handtöku 44 ára karlmanns sem væri grunaður um að hafa orðið Maria að bana.

Hjá manninum fann lögreglan mikið magn saltsýru og töluvert af lút. Grunur leikur á að þessi efni hafi verið notuð til að leysa lík Maria upp. Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Þegar lögreglan krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum kom einnig fram að maðurinn hafði leitað sér upplýsinga á netinu um sjávardýpt, olíutunnur, sjálfsvíg, mannshvörf og hreinsiefni. Allt þetta geti tengst upplýsingaöflun um hvernig sé hægt að losa sig við lík.

Talsmaður lögreglunnar sagði að þessar upplýsingar veki auðvitað ákveðnar grunsemdir um hvað hafi gerst en það sé verkefni lögreglunnar núna að komast til botns í málinu.

Dómari lagði bann við að nafn hins grunaði væri birt og því hafa danskir fjölmiðlar ekki getað skýrt frá miklu um hann annað en að hann tengist Maria. Má lesa úr umfjöllun þeirra að um eiginmann hennar sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið