Þetta hefur AFP eftir Gabriel Attal, talsmanni ríkisstjórnarinnar. „Við undirbúum nú bólusetningaráætlun sem á að koma til framkvæmda um leið og bóluefnið hefur verið samþykkt af evrópskum og innlendum heilbrigðisyfirvöldum,“ sagði hann.
Lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa tilkynnt um lofandi niðurstöður prófana á bóluefnum þeirra. Bóluefni Pfizer veitir 90% bólusettra vernd og bóluefni Moderna tæplega 95% bólusettra.
Frönsk yfirvöld óttast að milljónir landsmanna muni neita að láta bólusetja sig. Skoðanakönnun, sem var gerð í september, sýndi að aðeins 59% landsmanna sögðust reiðubúnir til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þessar tölur valda miklum áhyggjum, meðal annars hjá Jean Castex, innanríkisráðherra. „Ég óttast að það verði ekki nægilega margir Frakkar sem láta bólusetja sig,“ sagði hann um helgina.
Rúmlega 45.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Frakklandi fram að þessu.