fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Frakkar undirbúa bólusetningar gegn kórónuveirunni – Óttast að milljónir manna vilji ekki láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 06:55

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk yfirvöld eru byrjuð að undirbúa bólusetningu þjóðarinnar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og á að vera hægt að hefjast handa um leið og eftirlitsstofnanir hafa heimilað notkun bóluefna. Vonast stjórnvöld til að hægt verði að hefjast handa við bólusetningar í janúar.

Þetta hefur AFP eftir Gabriel Attal, talsmanni ríkisstjórnarinnar. „Við undirbúum nú bólusetningaráætlun sem á að koma til framkvæmda um leið og bóluefnið hefur verið samþykkt af evrópskum og innlendum heilbrigðisyfirvöldum,“ sagði hann.

Lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna hafa tilkynnt um lofandi niðurstöður prófana á bóluefnum þeirra. Bóluefni Pfizer veitir 90% bólusettra vernd og bóluefni Moderna tæplega 95% bólusettra.

Frönsk yfirvöld óttast að milljónir landsmanna muni neita að láta bólusetja sig. Skoðanakönnun, sem var gerð í september, sýndi að aðeins 59% landsmanna sögðust reiðubúnir til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þessar tölur valda miklum áhyggjum, meðal annars hjá Jean Castex, innanríkisráðherra. „Ég óttast að það verði ekki nægilega margir Frakkar sem láta bólusetja sig,“ sagði hann um helgina.

Rúmlega 45.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Frakklandi fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“