Lögreglunni barst tilkynning um að skotum hefði verið hleypt af við verslun Meny klukkan 18.12 í gær. Ekstra Bladet segir að skömmu síðar hafi verið tilkynnt um logandi bíl á Eskebjergvej. Lögreglan telur ekki útilokað að sá bíll tengist skotárásinni en það er algengt eftir árásir sem þessar að árásarmennirnir kveiki í bílum þeim sem þeir nota við árásirnar til að eyða sönnunargögnum.
Lögreglan hefur nú biðlað til almennings um upplýsingar varðandi málið og eru allir þeir sem tóku eftir einhverju athyglisverðu á morðvettvanginum eða á Eskebjergvej síðdegis í gær hvattir til að gefa sig fram.
Lögreglan veit ekki enn deili á fórnarlömbunum. Vettvangsrannsókn hefur staðið yfir í alla nótt.
Uppfært klukkan 07.05
Lögreglan staðfesti fyrir nokkrum mínútum að tveir væru látnir eftir skotárásina og að sá þriðji sé í lífshættu.