Yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa hækkað viðbúnaðarstig vegna flensunnar. Í Frakklandi hefur öllum fuglaeigendum verið gert að setja net upp yfir búr þeirra og útisvæði til að koma í veg fyrir að fuglarnir komist í snertingu við villta fugla sem geta borið veiruna með sér.
Í gær fyrirskipuðu þýsk yfirvöld slátrun 16.100 kalkúna í norðurhluta landsins eftir að veiran fannst á sveitabæ.
Veiran hefur breiðst út í Vestur-Evrópu á undanförnum mánuðum eftir að hennar varð vart í Rússlandi og Kasakstan í sumar.