fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ekkert lífsmark í tvö ár – Lögreglan hefur ekki gefið upp von um að geta leyst málið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 05:27

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann vill ekki tala við lögregluna en var fús til að mæta í viðtal hjá Norska ríkissjónvarpinu (NRK) þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. Hér er verið að tala um norska milljarðamæringinn Tom Hagen sem er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen, að bana þann 31. október 2018. Tom var í viðtali við hjá NRK þegar nákvæmlega tvö ár voru liðin frá hvarfi eiginkonu hans en hún hvarf frá heimili þeirra hjóna í útjaðri Osló snemma morguns þann 31. október.

Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Tom hafi átt aðild að hvarfi hennar og morði en lögreglan gengur út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt strax í upphafi. Tom var handtekinn í lok apríl og úrskurðaður í gæsluvarðhald af undirrétti en millidómstig felldi úrskurðinn úr gildi þar sem ekki var talið að lögreglan hefði nægilega góð sönnunargögn.

Tom hefur um langa hríð neitað að ræða við lögregluna og mæta í yfirheyrslu og því vakti það töluverða athygli að hann var reiðubúinn til að ræða við NRK. Í viðtalinu var hann spurður beint: „Lögregluna grunar að þú hafi myrt eiginkonu þína eða átt aðild að morðinu á henni. Gerðir þú það?“ Tom var fljótur til svars: „Nei, það gerði ég ekki.“

Í viðtalinu sagði Tom, sem er sjötugur, að honum hafi brugðið mjög þegar hann var handtekinn í lok apríl en óhætt er að segja að málið hafi þá tekið nýja stefnu en lögreglan hafði haldið spilunum mjög þétt að sér fram að því en hafði mánuðum saman unnið út frá þeirri kenningu að Tom tengdist hvarfi Anne-Elisabeth.

Heimili Hagen-hjónanna. Mynd:EPA

Í kjölfar viðtalsins sagði Svein Holden, verjandi Tom, að hann ráðleggi Tom enn að ræða ekki við lögregluna. Þetta sagði hann í samtali við VG sem segir að það séu nokkur atriði sem lögreglan vill gjarnan ræða við Tom um.

NRK segir að lögreglan vinni út frá þeirri kenningu að brestir hafi verið komnir í hjónabandið og að því hafi Anne-Elisabeth verið myrt. Þegar Tom var handtekin kom fram að hjónin höfðu gert með sér kaupmála sem tryggði Tom nær allar eigur þeirra. Í viðtalinu við NRK sagði hann að kaupmálinn hafi verið gerður 1993 þegar erfiðleikar voru í hjónabandinu en það hafi ekki verið staðan þegar Anne-Elisabeth hvarf. Lögreglan er sögð hafa fundið merki um að Anne-Elisabeth hafi kannað möguleika á skilnaði en á heimili hjónanna fundust að sögn skilnaðarskjöl sem hún var búin að skrifa undir. Tom sagðist ekki hafa heyrt um þau þegar lögreglan spurði hann út í þá.

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

VG segir að rannsóknin hafi kostað sem nemur um 390 milljónum íslenskra króna. Rúmlega 600 yfirheyrslur hafa átt sér stað, horft hefur verið á 6.000 klukkustundir af upptökum úr eftirlitsmyndavélum, hald hefur verið lagt á 2.300 muni og rannsóknir hafa farið fram á 122 stöðum í Noregi og erlendis. 30 til 40 lögreglumenn vinna að rannsókn málsins en lögreglan hefur ekki gefið upp alla von um að hægt verði að leysa málið.

„Við vinnum að því að finna Anne-Elisabeth Hagen og draga þá til ábyrgðar sem tengjast hvarfinu. Þegar við getum það, þá höfum við náð markmiði okkar og það teljum við mögulegt,“ sagði Agnes Beate Heimø, lögreglufulltrúi, í samtali við VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?