Á fréttamannafundinum, sem fór fram í Delaware, lét Biden óánægju sína í ljós hvað varðar þá ákvörðun Trump að vilja ekki starfa með Biden og hans teymi í tengslum við valdaskiptin.
„Fleiri munu væntanlega deyja ef við byrjum ekki að samhæfa aðgerðir. Ef við neyðumst til að bíða til 20. janúar (dagurinn sem Biden sver embættiseið, innsk. blaðamanns) með skipulagningu þá verðum við einum og hálfum mánuði á eftir,“ sagði Biden.
Trump hefur ekki enn viljað viðurkenna ósigur í forsetakosningunum og virðist halda í einhverja fjarstæðukennda drauma um að honum takist að snúa úrslitunum við.