fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Hræðileg trúlofun – Orðin sem brutu Díönu prinsessu algjörlega niður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 05:24

Díana og Karl á brúðkaupsdaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má kannski segja að allt frá upphafi hafi samband Karls Bretaprins og Díönu Spencer, sem síðar fékk prinsessutitil, verið dauðadæmt. Í viðtali sem var tekið við parið í tilefni af trúlofun þeirra lét Karl ummæli falla sem höfðu mikil og ævarandi áhrif á Díönu.

Samband þeirra var örugglega eins og upphafið á ævintýri í hugum sumra. En þegar parið tilkynnti um trúlofun sína og væntanlegt brúðkaup 1981 voru strax komnir brestir í sambandið, meðal annars vegna ummæla Karls í trúlofunarviðtalinu. Þetta hefur verið rifjað upp að undanförnu í tengslum við að Netflix tók í gær til sýninga fjórðu þáttaröð „The Crown“ sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna en þó aðallega Elísabetu II drottningu.

Karl særði Díönu djúpt með orðum sínum.

Þegar tilkynnt var um trúlofun parsins þann 24. janúar 1981 var Díana aðeins 19 ára en Karl var 31 árs. Í tengslum við trúlofunina kom parið fram í sjónvarpi. Díana, sem var feimin starfsmaður á leikskóla, brosti sig nánast í gegnum viðtalið og svaraði spurningum feimnislega. En eitt svar við spurningu eyðilagði allt saman að hennar mati. Þau voru spurð hvort þau væru ástfangin.

„Auðvitað,“ svaraði Díana, varfærnislega.

En verðandi eiginmaður hennar var ekki alveg jafn skýr í svörum:

„Hvað sem ást þýðir . . . ,“ svaraði hann.

Mörgum árum síðar sagði Díana að þessi orð Karls hefðu verið henni mikið áfall.

„Mér brá rosalega,“ sagði hún þá. „Mér fannst þetta undarlegt svar – ég var í algjöru áfalli,“ sagði hún þegar hún ræddi við raddþjálfa sinn 1993 en hann tók samtöl þeirra upp. Í þessum samtölum skýrði hún frá ýmsu fleiru um veikburða hjónabandið, meðal annars að hún hefði bara hitt Karl 13 sinnum áður en þau gengu í hjónaband. Fram að því hafði hún ekki mikið álit á honum.

„Hann límdi sig á mig eins slæm útbrot,“ sagði hún.

En þegar leið á samband þeirra var hún „upp með“ sér yfir áhuganum sem þessi eldri maður sýndi henni og ekki spillti fyrir að hann var næstur í erfðaröðinni að bresku krúnunni.

Þau horfðu strax í sitt hvora áttina.

Samband Karls við Camilla Parker Bowles, sem er núverandi eiginkona hans, litaði alltaf samband hans við Díönu. Díana kallaði hana „dömuna hans“ og á upptökum raddþjálfarans sagði hún hverju Karl svaraði þegar hún spurði hann út í Camillu. „Ég neita að vera eini prinsinn af Wales sem aldrei átti ástkonu.“

Díana létti á hjarta sínum í 12 upptökum, sem fengu viðurnefnið „eldfimu dagbækurnar“ en í þessum upptökum leyndi hún því ekki hversu slæm trúlofunin, brúðkaupið og hjónabandið voru. Hún var með þessar upptökur í sinni vörslu allt þar til hún lést í ágúst 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum