Kisturnar eru nú til sýnis í Saqqara. Fornleifafræðingar fundu vel varðveitta múmíu, vafða í klæði, í einni kistunni þegar þeir tóku röntgenmyndir af henni til að rannsaka hversu vel múmían hefði varðveist. Sky News skýrir frá þessu. Khaled el-Anany, ferðamála- og fornminjaráðherra, sagði að kisturnar verði fluttar á að minnsta kosti þrjú söfn í Kaíró, þar á meðal Grand Egyptian Museum sem verið er að byggja nærri pýramídunum í Giza. Hann sagði einnig að síðar á árinu verði skýrt frá öðrum merkum fornleifafundi í Saqqara en þar hafa margar fornminjar fundist að undanförnu. Frá í september hafa sérfræðingar fundið um 140 steinkistur á svæðinu og eru múmíur í flestum þeirra.