fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Fundu 100 líkkistur í egypsku grafstæði – Rúmlega 2.500 ára gamlar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 06:53

Hluti af kistunum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egypsk yfirvöld tilkynntu um helgina að tæplega 100 líkkistur, um 2.500 ára gamlar, hefðu fundist í grafstæði í suðurhluta Kaíró. Múmíur eru í sumum þeirra og um 40 gullstyttur. Kisturnar eru úr steini og fagurlega skreyttar. Þær voru grafnar fyrir rúmlega 2.500 árum í Pharanoic grafstæðinu.

Kisturnar eru nú til sýnis í Saqqara. Fornleifafræðingar fundu vel varðveitta múmíu, vafða í klæði, í einni kistunni þegar þeir tóku röntgenmyndir af henni til að rannsaka hversu vel múmían hefði varðveist. Sky News skýrir frá þessu. Khaled el-Anany, ferðamála- og fornminjaráðherra, sagði að kisturnar verði fluttar á að minnsta kosti þrjú söfn í Kaíró, þar á meðal Grand Egyptian Museum sem verið er að byggja nærri pýramídunum í Giza. Hann sagði  einnig að síðar á árinu verði skýrt frá öðrum merkum fornleifafundi í Saqqara en þar hafa margar fornminjar fundist að undanförnu. Frá í september hafa sérfræðingar fundið um 140 steinkistur á svæðinu og eru múmíur í flestum þeirra.

Frá fréttamannafundi þar sem tilynnt var um þessa merku uppgötvun. Mynd:EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“

Vill þvinga kvenkyns innflytjendur til að giftast kynsveltum Bandaríkjamönnum – „Ef þið gerið það ekki, munum við senda ykkur til baka“