fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Boris Johnson í sóttkví – Fundaði með þingmanni sem greindist með COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 04:51

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í sóttkví. Þetta gerðist eftir að í ljós kom að þingmaðurinn Lee Anderson var með COVID-19 en Johnson fundaði nýlega með honum. Anderson fékk einkenni COVID-19 og fór í sýnatöku og var niðurstaðan jákvæð.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að rakningateymi heilbrigðisyfirvalda hafi haft samband við Johnson og sagt honum að hann þyrfti að fara í sóttkví vegna smits Anderson.

Johnson tísti um þetta og sagði: „Ég er ekki með nein einkenni en fylgi reglum og mun sinna störfum mínum frá Downingstræti 10 og halda áfram að stýra aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn heimsfaraldrinum.“

Johnson og Anderson funduðu í um 35 mínútur í Downingstræti 10 síðasta fimmtudagsmorgun. Fleiri þingmenn voru einnig á fundinum. Þar á meðal Andy Carter sem tilkynnti einnig í gær að hann væri farinn í sóttkví.

Johnson greindist með COVID-19 í mars og lá á gjörgæsludeild í þrjá sólarhringa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans
Pressan
Í gær

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað nákvæmlega gerðist í sumarbústaðnum í skóginum?

Hvað nákvæmlega gerðist í sumarbústaðnum í skóginum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum Playboyfyrirsæta útskýrir af hverju Hugh Hefner bannaði konunum að nota rauðan varalit

Fyrrum Playboyfyrirsæta útskýrir af hverju Hugh Hefner bannaði konunum að nota rauðan varalit
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borðaði síðustu máltíðina þrisvar sinnum en fær nú ný réttarhöld

Borðaði síðustu máltíðina þrisvar sinnum en fær nú ný réttarhöld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins