fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
Pressan

Börn sem eru á brjósti í minnst þrjá mánuði glíma síður við kvíða og gengur betur félagslega

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 08:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn, sem eru á brjósti, þróa síður með sér hegðunarvandamál þegar þau eldast og þau glíma síður við kvíða. Þetta á við ef börnin eru á brjósti í þrjá mánuði hið minnsta samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Samkvæmt frétt Daily Mail þá rannsökuðu breskir vísindamenn áhrif brjóstagjafar á börn síðar á lífsleiðinni eða þegar þau voru 3, 5, 7, 11 og 14 ára. Þau sem voru á brjósti í þrjá mánuði eða lengur voru síður líkleg til að glíma við kvíða, þau voru síður líkleg til að eiga erfitt með að eignast vini eða glíma við einbeitingarvandamál. Þau voru einnig síður líkleg til að glíma við félagsleg vandamál.

Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um að börn eigi að vera á brjósti fyrstu sex mánuði lífsins.

„Jákvæð áhrif brjóstagjafar á líkamlegan þroska eru vel þekkt en áhrifin á félagslegan og tilfinningalegan þroska eru síður þekkt,“ sagði Lyda Speyer, hjá Edinborgarháskóla, um rannsóknina en hún stýrði gerð hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina