Samkvæmt frétt Daily Mail þá rannsökuðu breskir vísindamenn áhrif brjóstagjafar á börn síðar á lífsleiðinni eða þegar þau voru 3, 5, 7, 11 og 14 ára. Þau sem voru á brjósti í þrjá mánuði eða lengur voru síður líkleg til að glíma við kvíða, þau voru síður líkleg til að eiga erfitt með að eignast vini eða glíma við einbeitingarvandamál. Þau voru einnig síður líkleg til að glíma við félagsleg vandamál.
Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO um að börn eigi að vera á brjósti fyrstu sex mánuði lífsins.
„Jákvæð áhrif brjóstagjafar á líkamlegan þroska eru vel þekkt en áhrifin á félagslegan og tilfinningalegan þroska eru síður þekkt,“ sagði Lyda Speyer, hjá Edinborgarháskóla, um rannsóknina en hún stýrði gerð hennar.