„Afaþversögnin“ gengur út á að ef einhver ferðast aftur í tímann og verður afa sínum að bana þá sé vafamál hvort viðkomandi muni fæðast. Þessu hafa áströlsku vísindamennirnir nú svarað og segja að tímalínan myndi breyta sér í kjölfarið á morðinu svo allt myndi verða eins og það á að vera í nútímanum og því þurfi ekki að hafa áhyggjur.
Hjá Klook var þessum niðurstöðum tekið fagnandi og ákvað fyrirtækið að bjóða 100 miða til sölu á 1 pund í tímaferðalag í framtíðinni ef og þegar slík ferðalög verða möguleg.
Simon Llanos, markaðsstjóri Klook í Bandaríkjunum og Evrópu, segir að tímaferðalög geti orðið möguleg á hverri stundu og fyrirtækið hafi viljað bregðast hratt við og vera tilbúið þegar slík ferðalög verða möguleg.